Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Burt með vöðvabólguna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimm einfaldar leiðir til að losna við vöðvabólgu og tilheyrandi verki.

Nudd gerir kraftaverk á auma vöðva. Ef vöðvabólgan er mikil þá þýðir ekkert að fara bara einu sinni í nudd og halda að það lagi allt. Þú þarft að setja þér markmið og spyrja nuddarann þinn hversu slæm vöðvabólgan er og fá hann til að finna út með þér hvað þú þarft marga nuddtíma til að koma þér í lag.

Prófaðu kælikrem. Hægt er að kaupa sér kælikrem og kæligel til að bera á auma vöðvana og lina þjáningarnar um tíma. Það er til dæmis sniðugt að nýta sér þessi krem eftir erfiðan tíma hjá nuddaranum. Góð kælikrem eiga ekki að erta húðina eða valda óþægindum og of mikilli kælingu.

Finndu orskök bólgunnar. Til að koma í veg fyrir að vöðvabólgan endurtaki sig aftur og aftur er gott að reyna að finna orsök hennar. Er það röng líkamsbeiting, setan í vinnunni, er álagið of mikið eða streitan að taka öll völd. Finndu það út og komdu í veg fyrir að líkaminn gefi sig á þennan hátt. Líf án vöðvabólgu er gott líf.

Hvíldu þig! Hvíld og þjálfun er jafnmikilvæg fyrir fólk sem þjáist af vöðvabólgu. Þetta á þó ekki við um þá sem þjást af vöðvaverkjum eftir slys. Þá skiptir hvíldin máli og að ekki sé farið af stað fyrr en vöðvarnir eru búnir að jafna sig.

Bólgueiðandi verkjalyf eru til í öllu apótekjum. Það er í lagi að nýta sér þau, þó í hófi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -