Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-8.2 C
Reykjavik

Business Insider fjallar um íslenska parið sem kynntist í Costco-hóp á Facebook

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórey Sigurjónsdóttir og Ómar Magnússon kynntust í Costco-hóp á Facebook fyrir tveimur árum og létu pússa sig saman um helgina. Business Insider fjallaði um þau fyrir helgi.

 

Bandaríski vefurinn Business Insider fjallar um íslenska parið Þóreyju Sigurjónsdóttur og Ómar Magnússon sem kynntust í Facebook-hópnum Keypt í Costco Ísl.—Myndir og verð.

Í samtali við Business Insider segir Þórey frá því að hún hafi sett inn fyndna athugasemd við einn spjallþráðinn í Facebook-hópnum. Athugasemd hennar vakti athygli Ómas og hann sendi henni skilaboð, þannig upphófst spjall á milli þeirra. Nokkrum dögum síðar fóru þau á stefnumót.

Tveimur árum síðar eru þau enn þá saman og eiga eins árs dóttur. Þau gengu svo í það heilaga um helgina.

Business Insider fjallar um Þóreyju og Ómar og „Costco-barnið“ þeirra.

Þórey viðurkennir að vinir þeirra og fjölskylda geri reglulega grín af því að þau hafi kynnst í Facebook-hóp sem er tileinkaður Costco. Dóttir þeirra hefur til dæmis stundum verið kölluð „costco-barnið“ af vinum og vandamönnum.

- Auglýsing -

Í grein Business Insider er því þá haldið fram að Íslendingar séu ólmir í Costco og að landsmenn hafi tapað sér þegar vöruhúsið opnaði fyrst í maí árið 2017.

Þá er haft eftir Sigurði Sólmundarsyni að hann hafi kynnst mörgum konum í gegnum Facebook-hópinn Keypt í Costco Ísl.—Myndir og verð. „Þetta er mun betra en Tinder,“ sagði hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -