Sumarbústaður við Elliðavatn var látinn brenna til grunna í nótt en bústaðurinn var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.
Bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði og því var ákveðið að grípa ekki inn í til þess að vernda gróður í næsta nágrenni.
Segir í Facebook færslu slökkviliðsins að útköll vegna sjúkraflutninga hafi verið 121 síðasta sólarhring auk sex útkalla á dælubíla. Þá birtist myndband af bústaðnum þar sem hann stendur í ljósum logum og nokkuð óhugnalegt að sjá.
„Farið varlega það er hellingur af veiru þarna úti,“ segir í lok færslunnar.