Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Busy Philipps segir James Franco hafa verið hræðilegan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Busy Philipps segir leikarann James Franco hafa gert sér lífið leitt á tökustað á árunum 1999 og 2000.

Leikkonan Busy Philipps segir leikarann James Franco hafa veist að sér á tökustað við gerð þáttanna Freaks and Geeks á árunum 1999 og 2000. Hún hefur áður greint frá meintri árás en lýsir atvikum nánar í nýrri bók sinni, This Will Only Hurt a Little.

„Mér líður eins og hann hafi lesið Easy Riders, Raging Bull eða eitthvað álíka yfir sumarið og þá ákveðið að eina leiðin fyrir hann til að vera tekinn alvarlega væri að láta eins og helvítis asni.“

Philipps segir Franco hafa verið óvenjulega árásargjarnan gagnvart sér á meðan á tökum stóð og að það hafi alltaf verið ákveðin spenna á milli þeirra. Við tökur á einu atriðinu mun Franco að hafa öskrað á hana og hent henni í gólfið fyrir framan viðstadda. Hún segir þá árás hafa valdið sér mikilli vanlíðan.

Philipps segir Franco hafa beðið sig afsökunar daginn eftir og þannig náð að blekkja fólk. „Hann var hræðilegur við mig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -