Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Býður sig fram til for­manns Sið­mennt­ar – Hvatinn er vaxandi ásókn andhúmanískra afla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrverandi þingmaður Pírata – Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir – hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Siðmenntar – sem er félag siðrænna húmanista á Íslandi.

Í tilkynningu frá henni segir að hvatinn að framboðinu sé vaxandi ásókn andhúmanískra afla er kalli á samstöðu þeirra sem trúa á húmaníska hugsjón.

Arndís var á þingi fyrir Pírata árin 2021–2024 – en sóttist eigi eftir sæti á lista flokksins í kosningunum í nóvember síðastliðnum; eftir að hún hætti þingsetu stofnaði Arndís lögfræðiskrifstofu.

Siðmennt er skráð lífsskoðunarfélag; eru félagar um 6 þúsund talsins.

Inga Auðbjörg Straumland hefur verið formaður Siðmenntar síðustu 6 árin, en hún sækist eigi eftir endurkjöri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -