Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Bylting á leigubílamarkaði þrátt fyrir dulnbúnar hótanir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yfirvofandi bylting er á íslenskum leigubílamarkaði ef frumvarp sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hyggst leggja fram gengur eftir.

Íslenska fyrirtækið Parka Lausn hefur tilbúið app þar sem þar sem um sextíu þúsund notendur eru nú þegar. Eins og staðan er í dag mega færri en 700 bílstjórar starfa en verða þeir allir að starfa við ákveðna leigubílastöð. Hvort tveggja mun breytast gangi frumvarpið eftir.

Í viðtali við Vísi sagði Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri Parka Lausna að vinnan sé komin vel á veg.
Þá hafði Ívar ásamt öðrum að koma af stað appinu Drivers fyrir nokkrum árum. Það fell svo sannarlega ekki vel í kramið hjá leigubílastöðvum en bárust bílstjórum sem hugðust nýta sér appið hótanir að sögn Ívars.
„Við fengum einhverja 150 bílstjóra til að skrá sig í byrjun en svo kom bara höggið frá Hreyfli og hinum stöðvunum þar sem þeir í rauninni voru með dulbúnar hótanir um brottrekstur af stöðinni; gerist bílstjóri sekur – eða „sekur“ – um að sækja sér ferðir annars staðar.

Þá verður spennandi að sjá hvort breytingarnar gangi í gegn en kannast fjölmargir við appið Drivers og Uber sem hefur verið tekið í notkun víða um allan heim.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -