- Auglýsing -
Stephan Brusche er listamaður sem búsettur er í Rotterdam í Hollandi. Stephan þessi hefur gefið banönum nýjan tilgang síðustu sjö árin og býr til mögnuð listaverk úr þessu holla millimáli.
Fyrsta bananalistaverkið sem Stephan bjó til var einfaldlega broskall á banana þegar honum leiddist í vinnunni og langaði að birta eitthvað sniðugt á Instagram.
Nú, sjö árum síðar, er Stephan með tæplega áttatíu þúsund fylgjendur á Instagram og greinilegt að fólk kann vel að meta bananalistina, en hér fyrir neðan má sjá nokkur af verkunum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -