Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Byrjaði að hanna skartgripi búsett í Kólumbíu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erna María Dungal er eigandi MAR Jewelry sem selur fallega handgerða skartgripi sem hún býr til sjálf.
Sú hugmynd að stofna fyrirtækið varð til í Kólumbíu árið 2017 og sagan á bak við hugmyndina er einstaklega skemmtileg.
Erna hafði búið í Kaupmannahöfn í ár þegar hún ákvað að flytja til Kólumbíu, en það var árið 2012. Maðurinn hennar Ernu er fá Kólumbíu og bjuggu þau þar allt til ársins 2019. Hún segist alla tíð hafa haft mikinn áhuga á skartgripum og haft ákveðna hugmynd um hvers konar skart hún vildi.
Það hafi þó oft verið erfitt að finna nákvæmlega það sem hún hafði í huga.

„Þarna úti er miklu meira framboð af verslunum þar sem þú getur keypt alla litlu hlutina og bara búið til þitt eigið,“ segir Erna sem ákvað þá í framhaldinu að búa til sitt eigið skart.


„Ég fór svolítið að þræða þær búðir og byrjaði að setja saman eitthvað sem að mig langaði í fyrir sjálfa mig.“

Það vatt upp á sig, en til að byrja með gerði Erna skart fyrir nánustu ættingja.
„Tengdamóðir mín fór að biðja mig um að gera svona handa sér, og svo fóru frænkurnar að spyrja og þá byrjaði ég að framleiða fleira en eitt eintak af sumu,“ segir Erna og hlær en í kjölfarið kom hugmyndin að MAR Jewelry.
„Þá fæddist sú hugmynd að gera síðu og undir mínu merki, það sem ég var að gera fyrir sjálfa mig.“
Ferskvatnsperlur eru meðal þess sem Erna notar í skartgripagerðina en hún segir mjög erfitt að finna perlur. Þá eru ferskvatnsperlurnar mikið ódýrari en samt alveg jafn fallegar.
Þá geri hún alla sína skartgripi í höndum að frátöldum eyrnalokkum, en þá kaupir hún steypta.
„Það er það eina sem ég geri ekki í höndunum.“
Skartið frá MAR sker sig úr og hefur klassískt, fallegt yfirbragð sem passar bæði við fínni tilefni sem og hversdags.
„Ég hef alltaf viljað svona eitthvað aðeins öðruvísi en það sem allir eru með,“ segir Erna og hefur henni tekist vel til.
Skartið frá MAR Jewelry er selt í vefverslun en einnig í Heima decor í Vestmannaeyjum og Garðarshólma á Húsavík. Erna segir það ganga vel en vonandi verði hægt að nálgast skartið á fleiri stöðum fljótlega.

Erna situr svo sannarlega ekki auðum höndum. Hún rekur MAR Jewelry, er í fullu starfi hjá Iceland Travel, stundar nám í þróunarfræði við Háskóla Íslands og á fjölskyldu.
Hún segir stundum krefjandi að púsla öllu saman, en henni þyki það samt skemmtilegt því áhugamálin séu mörg.
„Mér hef gaman af að geta verið í mörgu, af því að ég hef áhuga á mörgu,“ segir hún.

Aðspurð hvort hún myndi vilja flytja aftur til Kólumbíu segir hún það ekki vera á dagskránni.
„Aldrei að segja aldrei,“ segir hún en henni líkaði vel að búa í Kólumbíu þrátt fyrir að þar væri margt gríðarlega frábrugðið Íslandi.

- Auglýsing -
Eyrnalokkar sem Erna gerði fyrir vinkonu sína er hún gifti sig í sumar

„Það er mjög margt ólíkt, en mjög gott að vera þar.“ Aðstæður fólks séu mjög misjafnar en hún hafi alltaf haft það gott.

Erna og fjölskylda fluttu til Íslands í byrjun árs 2019 er þeim fannst tími til kominn að breyta til. Hún segist fegin að hafa náð að flytja áður en heimsfaraldurinn skall á.
Erna horfir björtum augum til framtíðar og er jarðbundin þegar kemur að markmiðum og framtíðarplönum. Tíminn muni leiða allt í ljós, en skartið frá MAR Jewelry er svo sannarlega þess virði að skoða nánar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -