Laugardagur 28. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Byrjuðu í tónlistinni eftir brottrekstur úr Verzló

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þeir Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson mynda raftónlistartvíeykið ClubDub. Strákarnir slógu rækilega í gegn síðastliðið sumar með plötunni Juice Menu Vol. 1. Nú fyrir stuttu kom út heimildamyndin ClubDub the Movie sem fjallar meðal annars um kynni þeirra Arons og Brynjars, hvernig platan þeirra og tónlistarmyndbönd urðu til og hvers vegna þeir voru reknir úr Verzló.

„Ef við eigum að vera alveg hreinskilnir þá er svarið nei,“ segir Aron þegar þeir félagar eru spurðir hvort þá hafi órað fyrir að þeir ættu eftir að verða jafnvinsælir og raun ber vitni. „Við trúðum því hins vegar að tónlistin okkar væri góð,“ bætir hann við og getur þess að markmið þeirra Brynjars sé fyrst og fremst að gera tónlist sem hreyfi við fólki á einhvern hátt.

„Okkar mottó er frekar einfalt: Ef eitthvað er gott, þá er það gott. Ef okkur finnst eitthvað gott eða skemmtilegt er engin ástæða til að fólki finnist það ekki gott.“

Aron og Brynjar kynntust í Verzló. Þar unnu þeir saman að skemmtiþættinum 12:00 og urðu fljótt góðir vinir. „Við vorum báðir reknir úr Verzló veturinn 2014 fyrir að svindla á lokaprófum. Við töluðum oft um að gera tónlist saman en það var ekki fyrr en sumarið 2017 sem við gerðum eitthvað í því. Þá hittumst við í skúrnum hjá mér og ákváðum að gera tónlistarprójekt fyrir sumarið 2018. Nafnið ClubDub kom í rauninni bara kvöldið sem við skiluðum tónlistinni okkar inn til Spotify.“

Við vorum báðir reknir úr Verzló veturinn 2014 fyrir að svindla á lokaprófum.

Í dag stunda strákarnir nám við Háskólann í Reykjavík. Aron er í viðskiptafræði og Brynjar leggur stund á hugbúnaðarverkfræði. „Það er nóg að gera í skólanum þessa dagana en okkur langar rosalega að gefa út tónlist fyrir sumarið. Við sitjum á nokkrum lögum eins og er og aldrei að vita nema við gefum eitthvað út á næstunni. Við erum í sífellu að skapa, það er ekkert skemmtilegra. Þegar við erum ekki í stúdíóinu, erum við að hugsa um það.“

Strákarnir sækja innblástur til Skandinavíu og þá sérstaklega Danmerkur. „Það er nánast ómögulegt að þvinga innblástur. Þú þarft í rauninni bara að upplifa eitthvað sem þú tengir við, á réttum stað og á réttum tíma. Hins vegar eru margir listamenn sem veita mér innblástur og þar má helst nefna Lil Uzi Vert, Flóna og Björk,“ segir Aron.

Það er nánast ómögulegt að þvinga innblástur.

Heimildarmynd um félagana komin út

- Auglýsing -

Nýlega kom út heimildarmynd um sögu þeirra félaga. Hún nefnist ClubDub The Movie og varð til í kringum útgáfu plötu þeirra Juice Menu Vol. 1. Strákarnir voru þá farnir að koma fram að meðaltali þrisvar til fjórum sinnum í viku og fannst á einhverjum tímapunkti sniðugt að fanga stemninguna með myndavél.

„Við gerðum myndina fyrst og fremst af því að okkur þótti það svo gaman. Þannig að við héldum áfram að taka upp og tókum upp efni frá byrjun ágúst til loka október,“ segir Aron og bætir við að ClubDub the Movie fjalli um kynni þeirra Brynjars, hvers vegna þeir voru reknir úr Verzló og hvernig platan þeirra og tónlistarmyndbönd urðu til. „Einnig má sjá viðtöl við fjölskyldur okkar, vini, fólk í tónlistarbransanum og almennt bara umfjöllun um ClubDub. Til dæmis hvernig við fórum að því að eiga vinsælasta lagið á Spotify á Íslandi tveimur vikum eftir útgáfu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -