Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Býsna skýr rammi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Séra Skírnir Garðarsson, héraðsprestur á Suðurlandi og fyrrverandi prestur í Lágafellskirkju, var rekinn úr embætti í framhaldi af umfjöllun frétta miðilsins Vísis um samskipti hans og Önnu Auroru Waage. Þetta var í þriðja sinn sem presturinn uppljóstraði eða kom að slíkum málum.

„Það gilda lög og reglur um það hvenær og undir hvaða formerkjum má reka presta úr starfi og þau réttindi starfsmanns þarf að virða,“ segir Ninna Sif Svavarsdóttir,  sóknarprestur í Hveragerðisprestakalli og formaður Prestafélags Íslands.

„Það er ekki hægt að gera of mikið úr mikilvægi trúnaðarskyldu prests gagnvart þeim sem til prestsins leita. Þetta er grundvallarforsenda í samskiptum presta og sóknarbarna. Að traust og trúnaður ríki þarna á milli er svo mikilvægt. Það gilda síðan lög í landinu sem segja til um það hvenær þessi trúnaður á ekki við þannig að ramminn utan um þetta er býsna skýr,“ segir Ninna. Hún bendir á að í bæði starfs- og siðareglum sé gert ráð fyrir því að prestur haldi þagnarskyldu og virði trúnað.

Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Aðspurð segir hún það ljóst að reglum um uppsagnir presta hafi ekki verið breytt og að almennt hafi prestar rétt á andmælum og skriflegri áminningu.

„Presti ber að virða þagnarskyldu og það er mjög alvarlegt ef prestur brýtur trúnað. Það gilda lög og reglur um það hvenær og undir hvaða formerkjum má reka presta úr starfi og þau réttindi starfsmanns þarf að virða. Um þetta hafa ekki enn verið settar nýjar reglur og þar til annað hefur verið samþykkt gilda eldri reglur. Þannig er það.“

Lesa Mannlíf

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -