Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður – Er í gæsluvarðhaldi til 30. nóvember

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ákæra hefur verið gefin út af embætti héraðssaksóknara í máli gegni karlmanni á Egilsstöðum vegna skotárásar sem átti sér stað 26. ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglunni en er á batavegi.

Mbl.is segir frá málinu í dag. Þar segir að Friðrik Smári Björgvinsson hjá héraðssaksóknara staðfestir að búið sé að ákæra manninn.

Maðurinn fór vopnaður haglabyssu og riffli á heimili annars manns sem hann leitaði að. Sá maður var hins vegar ekki heima en samkvæmt heimildum voru tveir synir hans heima. Þeir flúðu þegar byssumanninn bar að garði en hóf hann þá að skjóta á hús og bíla. Lögreglan kom á vettvang og endaði á því að skjóta manninn þar sem hann neitaði að leggja frá sér vopnin. Var hann svo fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem honum var bjargað en var hann ansi hætt kominn samkvæmt lækni sem Mannlíf ræddi við.

Fresturinn til að gefa út ákæru á sakborningum í gæsluvarðaldi eru 12 vikur en sá frestur rann út á föstudaginn í þessu máli. Verður maðurinn í gæsluvarðhaldi til 30. nóvember. Honum hefur ekki enn verið birt ákæran.

Sjá einnig: Fjölmörg kúlnaför eftir skotárásina – Sjáðu myndir af vettvangi á Egilsstöðum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -