Fimmtudagur 26. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Byssumenn kærðir fyrir að ógna ungmennum: Móðir krefur lögreglu skýringa á aðgerðarleysi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ungmenni, sem voru í sumarhúsi í grennd við Egilsstaði, voru skelfingu lostin í nótt þegar menn úr næsta bústað ógnuðu þeim að sögn með haglabyssum. Mennirnir með vopnin voru í næsta sumarhúsi en höfðu gert sig heimakomna í bústað unga fólksins. Deila kom upp þegar mennirnir voru sakaðir um að áreita 16 ára stúlku. Voru þeir reknir á dyr. Skömmu síðar birtist einn þeirra með byssu í götunni fyrir utan bústaðinn. Tveir þeirra sem höfðu rekið hann á dyr mættu manninum sem ógnaði þeim með byssunni. „Hann lyfti vopninu til hálfs en miðaði ekki á höfuð mitt,“ sagði annar ungi maðurinn í samtali við Mannlíf. Honum var mjög brugðið við atvikið en skyttan hvarf inn í bústað sinn. Unga fólkið hringdi á lögregluna vegna atviksins. Annar úr hópi unga fólksins ákvað að fara inn í bústaðinn til byssumannanna, veita mönnunum tiltal, og reyna að ná fram játningu þeirra með því að taka upp samtalið á símann sinn. Mennirnir sáu að að hann var að reyna að taka upp samtalið og ráku hann á dyr, að sögn með ógnunum. Mannlíf ræddi við tvo þeirra sem urðu fyrir ógnunum mannanna. Þeir segja að lögmaður sé kominn í málið og kæra verði lögð fram á menninna.

Lögreglan mætti á vettvang og unga fólkið gaf skýrslu um framvinduna. Lögreglan ræddi við mennina en handtók þá ekki. Ekki hefur fengist staðfest hvort vopn þeirra voru gerð upptæk. Móðir eins ungmennanna hefur skriflega krafist skýringa frá lögreglunni á Egilsstöðum vegna meints aðgerðaleysis. Hún hefur enn ekki fengið svar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -