Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að íbúð í blokk í nótt vegna gruns um ofbeldi; við nánari athugun á vettvangi fundust þó nokkuð magn skotvopna.
Nokkrir aðilar voru í íbúðinni; allir undir einhverjum áhrifum; einnig voru greinileg ummerki um neyslu áfengis og annarra hættulegra vímuefna í íbúðinni. Tveir aðilar voru handteknir á vettvangi, grunaðir um eignaspjöll.
Annar mannanna er grunaður um líkamsárás og voru mennirnir vistaðir í fangageymslu.
Eins og áður sagði fundust nokkur skotvopn; voru þau í fataskáp, en húsráðandi var ekki með gild skotvopnaréttindi, og í engu ástandi til að meðhöndla slík vopn.
Byssurnar voru haldlagðar og húsráðandi er grunaður um vopnalagabrot.