Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Calin dæmdur sekur fyrir manndráp af gáleysi – Ekki fallist á rök um neyðarvörn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi nýverið hinn rúmenska Dumitru Calin, sem er á þrítugsaldri, fyrir manndráp af gáleysi í Vindakór í Kópavogi á síðasta ári en þar lést Daníel Eiríksson eftir að hafa dregist með bíl Calins og fallið í götuna. Dómurinn féllst ekki á þau rök að um neyðarvörn hafi verið að ræða.

Sjá einnig: EINKAVIÐTAL: Eiríkur á Omega grætur sonarmissi: „Það er svo hræðilega sárt að missa Daníel“

Calin játaði verknaðinn sem honum var gefið að sök í ákærunni en taldi hann refsilausan. Sagði hann fyrir dómi að hann hefði hitt Daníel til að selja honum fíkniefni. Hvorugur hafi þó vitað hvern þeir væru að hitta en að þeir hefðu átt í miklum deilum fyrir atvikið.

Sagðist hann hafa orðið afar skelkaður vegna fyrri samskipta þeirra Daníels og að þegar Daníel hafi reynt að komast inn í bíl hans hafi hann verið æstur og með hótanir og því hafi hann neyðst til að keyra í burtu.

Tók Héraðsdómur fram að Calin væri einn til frásagnar um málsatvik en ekki væri hægt að draga í efa að hann hefði orðið hræddur við að sjá Daníel og staðið ógn af honum. Hann hefði þó átt að vita að með því að aka af stað á malbiki með Daníel hangandi á bílnum, skapaði stórkostlega hættu fyrir Daníel.

Þá er einnig bent á það að atvikið átti sér stað að morgni til fyrir utan fjölbýlishús og því hefði Calin getað gert vart við sig ef Daníel hefði ráðist á hann. Taldi Héraðsdómur geta fullyrt það að Calin hefði getað komið sér í burtu með mildari hætti og að viðbrögð hans hefðu verið harkalegri en tilefni gaf til og því gæti ekki verið um neyðarvörn að ræða.

- Auglýsing -

Var Calin dæmdur sekur fyrir nokkur önnur brot, þar á meðal fjársvik, þjófnað á símum og akstur undir áhrifum fíkniefna. Hlaut hann þriggja og hálfs árs fangelsisdóm og gert að greiða foreldrum Daníels samtals þrjár milljónir króna í miskabætur, 1,1 milljón króna í útfararkostnað og 700 þúsund í málskostnað. Þá þarf hann einnig að greiða verjanda sínum 5.100.000 krónur í málsvarnarlaun og annan sakarkostnað 2.610.235 krónur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -