Athafnakonan Catalina Mikue Ncogo, áður kennd við tískuvöruverslunina Miss Miss, segir Sölva Tryggvason fjölmiðlamann vera lygara og skrifar til hans skilaboð á opnum vettvangi; „Einn daginn vona ég að fólk sjái þína réttu liti og þínar lygar,“ segir Catalina.
Skilaboðin skrifar Catalina á samfélagsmiðla sína en í ‘Story’ á Instagram birti hún skjáskot af samskiptum við fjölmiðlamanninn. Í samtali við Mbl.is segir Catalina að Sölvi hafi beitt vinkonum sínum ofbeldi. Catalina segir að hún sé sá aðili sem Sölvi hefur áður sagt að hafi hótað sér mannorðsmorði.
„Já, ég er sú manneskja,“ segir Catalina.
Þá kveðst Catalina hún hóta að birta kynlífsmyndband þar sem talið er að Sölvi eigi í hlut. Í þessum skilaboðum vill hún meina að þessu verði dreift haldi lygar hans áfram.
„Ég mun dreifa öllu kynlífinu sem náðist á upptöku“, segir hún og fullyrðir að hún hafi sannanir fyrir því að Sölvi hafi beitt konur ofbeldi.
Um helgina fjallaði Mannlíf um mikinn sögusveim sem gekk um samfélagið svo dögum skipti og ásakanir kvenna í garð fjölmiðla og samfélagsins um þöggun gagnvart kynferðisofbeldi þjóðþekktra einstaklinga. Nafn Sölva var ekki í greininni en vissulega í umræðunni eins og fleiri aðila. Eftir stóðu ásakanir áhrifavalda um ofbeldi þekkts manns gagnvart vændiskonu.
Sölvi fjallaði um slúðrið opinberlega og telur að rætnar sögusagnir um sig hafi farið á kreik vegna fyrrverandi ástkonu sem var ósátt með sambandsslitin. Hún hafi hótað því að rústa mannorði hans. Svo alvarlegar voru hótanirnar að hans mati að Sölvi leitaði til lögreglu fyrir nokkrum vikum.
Þá sýndi Sölvi málaskrá sína hjá lögreglunni seinasta mánuðinn. Þar kom fram á að engin afskipti voru höfð á honum á þessum tiltekna tíma. Það vakti athygli margra að hann hafi einungis birt málaskránna einn mánuð aftur í tímann en ekki lengra.
Í hlaðvarpsþætti sínum útskýra Sölvi og Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður hans, málið og segist Sölvi vildi ekki sýna málaskrá með því atviki þar sem þá myndi fólk halda að hann væri sekur.
Sjá einnig: Börkur slökkti strax á Sölva: „Hann fór að gráta á fyrstu mínútum viðtalsins“