Föstudagur 22. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Chanel hættir að nota krókódílaskinn og loðfeld

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Franska tískuhúsið Chanel sendi út tilkynningu á mánudaginn þess efnis að ákvörðun hafi verið tekin um að hætta að nota skinn af framandi dýrum í varning Chanel. Sömuleiðis mun tískuhúsið hætta að nota ekta lofeld.

Taska úr 2018 haustlínu Chanel.

Í tilkynningu frá Chanel segir að erfitt sé versla skinn af framandi dýrum sem mæta gæða- og siðferðilegum stöðlum Chanel. Vandamál er tengjast framboði hafi orðið til þess yfirmenn tískuhúss Chanel tóku ákvörðun um að hætta allri notkun á skinni af framandi dýrum. Þetta kemur fram í frétt The Business of fashion.

Krókódílaskinn, eðlu- og snákaskinn og loðfeldur hafa ekki verið sérlega áberandi í Chanel-vörum ef miðað er við mörg önnur tískuhús. En þó er slík skinn að finna í nokkrum handtöskum, skóm og flíkum frá Chanel og er sá varningum mun dýrari en sambærilegar vörur sem eru úr tvíd-efni eða lamba- eða kálfaskinni. Sem dæmi má nefna hefur„classic flap“-taska úr snákaskinni frá Chanel kostað upphæð sem nemur um 1,3 milljónum króna. Samskonar taska úr tvíd-efni kostar nærrum því helmingi minna.

Dýraverndunarsinnar hafa lengi vakið athygli á og fordæmt það þegar stór tískuhús nota skinn af framandi og sjaldgæfum dýrum, jafnvel dýrum í útrýmingarhættu. Svo viðist vera sem sú vinna sé farin að skila sér í því að stór tískuhús og hönnuðir á borð við Tom Ford, Tommy Hilfiger, Vivienne Westwood, Ralph Lauren, Gucci, Armani og nú Chanel eru farin að draga verulega úr notkunn dýraskinna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -