Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Chernobyl ferðamenn taka „sjálfur“ og ögrandi myndir við kjarnorkuverið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Craig Mazin, höfundur þáttanna Chernobyl, sá ástæðu til að biðla til fólks að sýna Chernobyl svæðinu og sögu virðingu á ferðalögum sínum. Talsvert er um að fólk taki „sjálfur” á slysstaðnum. Þá er dæmi um myndatökur á nærfötunum.

The Guardian greinir frá. Vinsældir Chernobyl meðal ferðamanna hefur aukist um 30-40% síðan HBO þættirnir um kjarnorkuslysið voru frumsýndir í maí. Áhrifavaldar á samfélagsmiðlum sem hafa heimsótt staðinn hafa sætt talsverðri gagnrýni fyrir myndbirtingar á Instagram. Þá hafa þeir nýtt aukinn áhuga á Chernobyl til að taka tískumyndir.

„Það er frábært að þættirnir hafa vakið áhuga ferðamanna og aukið ferðir á yfirgefna svæðið” tísti Mazin í gær og bætti við; „En já, ég er búinn að sjá myndirnar sem eru í umferð. Ef þú heimsækir staðinn, vinsamlegast hafðu í huga þær hörmungar sem áttu sér stað þarna. Komdu fram af virðingu fyrir alla þá sem þjáðust og var fórnað.”

Ónefnd kona hefur deilt myndum á Instagram teknar í Pripyat, yfirgefinn bær sem stendur næst kjarnorkuverinu. Á myndunum stillir hún sér fyrir framan yfirgefna byggingu í þveng og hvítum varnargalla (e. Hazmat suit). Neikvæðum athugasemdum rignir nú yfir myndirnar.

Algengt er að áhrifavaldar átti sig ekki á því hvernig bera skuli virðingu fyrir stöðum sem þau heimsækja. Þá gera margir sér ekki grein fyrir lögum og reglum á svæðinu sem heimsótt er. Enn aðrir ber einfaldlega ekki næga virðingu fyrir ferðamannastöðunum.

Áhrifavaldurinn Alexander „Sasha“ Tikhomirov er flestum íslendingum kunnugur. Hann var ökumaður bifreiðar sem ekið var utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn og birti af sér mynd við bílinn þar sem hann var fastur. Þá fékk hann háa sekt þar sem ólöglegt er að keyra utanvegar á Íslandi án þess að sérstakt leyfi Umhverfisstofnunnar liggi fyrir.

Rússinn sætti mikillar gagnrýni og var ekki par sáttur með framkomu íslendinga og yfirvalda. „Ekki gera þetta, ekki gera hitt, ekki labba, hér má ekki anda. Það má ekki fljúga dróna hér þú mátt ekki fara af veginum og svo framvegis,“ segir við Instagram-mynd Tikhomirov.

- Auglýsing -

Kjarnorkuslys Chernobyl í Úkraínu átti sér stað árið 1986. Tveir einstaklingar létust þegar kjarnorkuofn sprakk í verinu og 28 einstaklingar létust úr eitrun sökum geislunnar. Þá er talið að hátt í þúsund slökkviliðsmenn og viðbragðsaðilar sem unnu á vettvangnum hafi orðið fyrir alvarlegri geislun á þessum tíma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -