Söngkonan og lagahöfundurinn Christine McVie úr hljómsveitinni goðsagnakenndu Fleetwood Mac, er látin; hún var 79 ára gömul.
Fjölskylda McVie tilkynnti þessi sorgartíðindi í dag.
Christine McVie var frábær söngkona og enn betri lagahöfundur; samdi meðal annars lög líkt eins Little Lies, Don’t Stop, Everywhere og Songbird, sem er hennar þekktasta lag, og hafa margir spreytt sig á þeirri perlu með misgóðum árangri.
Þá var hún mjög góður hljómborðsleikari og gaf út fjórar sólóplötur.
Christine var skírð Christine Anne Perfect. Hún giftist bassaleikara Fleetwood Mac, John McVie, og gekk til liðs við hljómsveitina árið 1971. Fleetwood Mac hefur á sínum langa ferli selt um 200 milljónir hljómplatna, og átti Christine McVie ekki lítinn þátt í þessum rosalega árangri.