- Auglýsing -
Dregið hefur úr dauðsföllum af völdum COVID-19 á Spáni.
Undanfarinn sólarhring hafa 637 manns látst á Spáni af völdum kórónaveirunnar COVID-19. Er þetta fjórði dagurinn í röð þar í landi sem dregið hefur úr dauðsföllum sem rekja má til veirunnar skæðu. Að sama skapi fjölgar minna í hópi smitaðra.
Fréttastofan AFP greindi nýverið frá því að í Evrópu hafi meira en 30.000 manns dáið úr COVID-19. Dánartíðnin er hæst á Ítalíu, þar á eftir á Spáni og svo í Frakklandi. Á Spáni hafa 13.055 dáið af völdum veirunnar.