Mánudagur 6. janúar, 2025
-3.2 C
Reykjavik

Covid-19 staðfest í Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyri – Allur skólinn í sóttkví

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Staðfest Covid-19 smit er í Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyri en um er að ræða nemanda skólanns. Allir nemendur skólans fara nú í sóttkví og skólastarf fellur niður næstu tvo daga. 

Þetta kemur fram í tilkynningu Páls Sveinssonar skólastjóra til foreldra og forráðamanna skólans í kvöld. Bréfið hljóðar svo:

„Kæru foreldrar/forráðamenn.

Nemandi við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur greinst með Covid-19. Nemandinn var síðast í skólanum þriðjudaginn 20. apríl en var ekki greindur með Covid fyrr en í gær, laugardaginn 24. apríl. Þetta þýðir að  það er krafa smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis að öll börn í 1. – 6. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, eigi að fara í sóttkví frá og með 25.04. 2021 til og með 27.04.2021 þar sem þau voru útsett fyrir smiti vegna COVID-19 veirunnar. Þið munið fá nánari upplýsingar frá smitrakningarteymi almannavarna og sóttvarnalæknis á næstu dögum sem og sms strikamerki sem þið þurfið að framsýna í sýnatökunni sem fram fer á sjöunda degi frá því að nemendur og starfsmenn voru útsettir – þriðjudaginn 27. apríl.

Skólastarf fellur því niður mánudag og þriðjudag á yngra stigi. Nemendur á yngra stigi fara í sýnatöku þriðjudaginn 27. apríl og geta mætt í skólann daginn eftir ef neikvæð niðurstaða liggur fyrir.

Ef ungt barn er sett í sóttkví er nauðsynlegt að fullorðinn einstaklingur fari í sóttkví með barninu. Vakin er athygli á að allir heimilismeðlimir þurfa að fara í sóttkví.  Samkvæmt verklagi smitrakningarteymis þá er einungis barnið skráð formlega í sóttkví en forráðamaður sem er með barninu í sóttkví og aðrir heimilismeðlimir eru ekki skráð í sóttkví. Heimilismeðlimir geta skráð sig sjálfir í sóttkví á vefsíðunni heilsuvera.is. Barnið fær boð í sýnatöku á sjöunda degi en ekki forráðamaður eða aðrir heimilismeðlimir sem eru með barninu í sóttkví. Aftur á móti ef heimilismeðlimir fá einkenni þá skal óska eftir sýnatöku á vefsíðunni heilsuvera.is eða hringja í sína heilsugæslu ef viðkomandi hefur ekki aðgang að síðunni. Rétt er að minna á að heimilismeðlimir eiga að geta fengið vottorð um sóttkví í gegnum heilsuveru til staðfestingar fjarveru frá vinnu.

- Auglýsing -

Rétt er að kynna sér einkenni COVID-19, því ekki er hægt að útiloka að þau gætu komið upp hjá þér eða fjölskyldu þinni á meðan þið eru í sóttkví. Við hvetjum ykkur eindregið til að hafa samband við heilsugæslu, netspjallið á heilsuvera.is eða vaktsíma 1700 ef grunur er um smit.  Rétt er að árétta að mögulegt er að vera með COVID-19 án einkenna.
Farið varlega, virðið þær reglur sem gilda og kynnið ykkur vel allar leiðbeiningar sem eru aðgengilegar á vef embættis landlæknis og á www.covid.is.

Þið getið að sjálfsögðu leitað til okkar ef eitthvað er óljóst eða viljið koma einhverju á framfæri.

Kær kveðja,

- Auglýsing -

Páll“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -