Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

COVID-19-próf til heimanotkunar hugsanlega væntanleg í næstu viku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þúsundir kórónavírusprófa sem gefa jákvæða eða neikvæða niðurstöðu á fimmtán mínútum gætu farið í almenna dreifingu í Bretlandi í næstu viku samkvæmt upplýsingum sem BBC hefur eftir forráðamönnum Lýðheilsustofnunar Englands (PHE). Ef rétt reynist gætu þeir sem nú eru í sóttkví vegna hugsanlegs smits snúið aftur til síns daglega lífs, sem myndi létta mikið á heilbrigðiskerfinu þar sem mikill fjöldi lækna og hjúkrunarfólks bresku heilbrigðisstofnunarinnar NHS situr nú í sóttkví.

Prófunum verður dreift af Amazon til þeirra sem eru í sóttkví og jafnframt sett í almenna sölu, hefur vefsíða breska blaðsins The Guardian eftir prófessor Sharon Peacock, formanni smitsjúkdómadeildar PHE.

Prófin líta út svipað og óléttupróf og virka þannig að fólk stingur sig í fingur og kreistir fram blóðdropa sem síðan er greindur af tækinu. Vísindamenn í Oxford vinna nú að því að staðfesta að prófið virki eins vel og vísindamenn vona og ef sú er raunin gæti prófið orðið aðgengilegt almenningi strax í næstu viku.

Breska ríkisstjórnin hefur þegar pantað 3.5 milljónir prófanna og samið hefur verið við Amazon um dreifingu þeirra til fólks sem þegar er í sóttkví en Peacock fullyrðir að þau munu einnig fara í almenna sölu í apótekum landsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -