Neyðarstjórn Hrafnistu heimilanna hefur lokað deild á Hrafnistu á Laugarási vegna COVID-19 smits. Starfsmaður deildarinnar hefur greinst með kórónaveiruna og því var gripið til þessara ráðstafana.
Starfsmaðurinn sem um ræðir hafði verið sendur í sóttkví af smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis og hafði ekki verið í vinnu frá því sunnudaginn 15. mars, af því er fram kemur á vef Fréttablaðins.
Þar segir að enn sem komið er hafi hvorki íbúar deildarinnar né aðrir starfsmenn greinst með einkenni. Aðstandendur íbúa hafi verið upplýstir um stöðuna. Ekki sé ljóst hversu lengi sóttkvíin muni vara.