Staðfest smit vegna COVID-19 faraldursins eru orðin 473 á Íslandi.
Flest greindu smitin eru á höfuðborgarsvæðinu eða samtals 349. Þrjátíu smit eru á Suðurlandi, 19 á Suðurnesjum, tvö smit á Norðurlandi vestra, tvö á Norðurlandi eystra, ekkert á Vestfjörðum og Vesturlandi og sjö smit eru flokkuð sem óstaðsett. Þetta kemur fram á vefsíðunni covid.is
Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala liggja níu manns á sjúkrahúsi vegna veirunnar, þar af einn á gjörgæslu, að því er fram kemur á vef RÚV. Þá eru 4.166 eru í sóttkví og hafa 577 manns lokið henni.