„Það þarf að skoða þessar tilkynningar til að sjá hvort það sé orsakasamhengi. Tilkynningar þýða ekki að það sé sannað að þetta sé afleiðing hins; nákvæmlega eins og tilkynningar um allar aðrar aukaverkanir,“ segir sérnámslæknirinn í lyflækningum, Jón Magnús Jóhannesson, sem starfar á Landspítalanum.
Jón segir að það komi ekki á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19 enda þekkist slíkt af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti allt eins skýrst af hita og bólgum á Landspítalanum.
Greint hefur verið frá því að sjötíu og átta tilkynningar sem snúa að tíðahring kvenna íkjölfar bólusetningar hafi borist Lyfjastofnun.
Jón telur að ekki hafi verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum en þetta hafi hins vegar verið talsvert rannsakað erlendis – í löndum þar sem mun fleiri hafa verið bólusettir en hér á Íslandi; nefnir þó að slíkar breytingar hafi sést í tengslum við önnur bóluefni og aðra sjúkdóma.
„En þá er þetta aldrei langvinn breyting sem hefur áhrif á tíðablæðingar til lengri tíma eða nokkra aðra þætti sem tengjast frjósemi; við höfum séð að ástæður hita – hvort sem það er bólusetning eða Covid-19 eða aðrir sjúkdómar – geta valdið óreglulegum blæðingum hjá konum.“
Jón nefnir Covid-19 og „að það sem við höfum séð með Covid-19, er að það velduróreglulegum blæðingum og er náttúrulega hættulegt á meðgöngu út af því; eykur hættu á skaðlegum fylgikvillum þungunar; ótímabærum dauðsföllum bæði móður og fósturs, en blessunarlega í sjaldgæfum tilfellum – en við höfum séð það,“ segir Jón sem var til viðtals við Reykjavík síðdegis.