Laugardagur 28. desember, 2024
-7.2 C
Reykjavik

COVID-smitaðir þjófar í haldi lögreglu – þriggja enn leitað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrír menn eru nú haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna búðarþjófnaðs og innbrota. Mennirnir komu til landsins með flugi á þriðjudag og áttu að vera í sóttkví. Sýnistaka leiddi í ljós að tveir þeirra reyndust vera smitaðir af COVID-19. Þriggja manna, sem voru samferðamenn hinna, er enn leitað. Sextan manns eru í sóttkví vegna málsins.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær, að beiðni Lögreglunnar á Suðurlandi þrjá einstaklinga sem grunaðir voru um þjófnað úr verslunum á Selfossi. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að mennirnir áttu að vera í sóttkví og þar af leiðandi var ákveðið að taka sýni úr þeim sem leiddi í ljós að þeir voru smitaðir af COVID-19, en einkennalausir.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV rétt í þessu. Þar sagði að fréttastofa teldi sig hafa heimildir fyrir því að umræddir menn væru frá Rúmeníu. Þeir voru ekki í svokallaðri B-sóttkví sem fólk getur fengið komi það hingað til lands vegna vinnu. Þá kom fram að mennirnir verði fluttir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg á morgun þar sem þeir verða í einangrun. Að öllum líkindum verður lýst eftir hinum þremur sem komu til landsins með mönnunum í kvöld.

Rætt var við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón, sem sagði málið vera litið alvarlegum augum. Hann sagðist binda vonir við að mennirnir verði samvinnuþýðir, það komi til að með auðvelda smitrakningu. „Það er þeim ekki til hagsbóta ef þeir verða það ekki og vonandi átta þeir sig á alvöru málsins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -