Sextugur íslenskur karlmaður lést í gær af völdum Covid-19 í Rússlandi. Þar lá maðurinn sjúkrahúsi í borginni Kamtsjaka af völdum lungnabólgu vegna Covid-19.
Maðurinn hafði legið á sjúkrahúsi í tæpar tvær vikur samkvæmt Vísi, en var lagður inn á gjörgæsludeild fyrir síðustu helgi. Hinn látni var ásamt öðrum Íslendingum við störf í tengslum við sjávarútveg í Kamtsjaka. Samstarfsmenn mannsins voru upplýstir um andlátið í morgun.
Þetta er fyrsti Íslendingurinn sem lætur lífið erlendis af völdum veirunnar skæðu. Nú hafa 25 látist hér á landi vegna Covid-19 síðan faraldurinn hófst. Nú síðast lést sjúklingur á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka.