Daði Freyr Pétursson og félagar hans í Gagnamagninu er ekki með Covid-19 en þau þrettán úr íslenska Eurovision-hópnum sem skimuðu voru í gær reyndust ekki smituð. Ef sama niðurstaða fæst í skimun á morgun nærð Daði Freyr að stíga á svið í keppninni.
Einn úr íslenska hópnum greindist á dögunum með Covid og því var allur hópurinn sendur í sóttkví. Hópurinn missti því af opnunarathöfn Eurovision. Allur íslenski hópurinn verður skimaður aftur á miðvikudags- og fimmtudagsmorgun. Ef sama niðurstaða fæst í fyrramálið nær Daði Freyr og Gagnamagnið að stíga á svið bæði í dómararennslinu annað kvöld og á sjálfu undanúrslitakvöldinu á fimmtudag.