Ísland náði stórkostlegum árangri í kvöld með fjórða sæti í Eurovision keppninni!
Ítalía náði að lenda fyrsta sæti en Daði og Gagnamagnið voru í toppsætunum frá upphafi eftir stórfenglegan flutning á framlagi okkar í ár. Stigin hrönnuðust inn og var ljóst frá upphafi að Ísland myndi verma eitt af efstu sætunum.
Atkvæði dómnefnda í garð Íslands féllu á eftirfarandi hátt:
- Pólland 10 stig
- Eistland 8 stig
- Makedónía 8 stig.
- Noregur 2 stig.
- Spánn 7 stig.
- Austurríki 12 stig.
- Bretland 10 stig.
- Ítalía 8 stig.
- Slóvenía 10 stig.
- Lettland 10 stig.
- Írland 8 stig.
- Moldóvía 5 stiig.
- Serbía 7 stig.
- Belgia 3 stig.
- Króatía 10 stig.
- Tékkland 8 stig.
- Georgía 8 stig.
- Litháen 8 stig.
- Danmörk 10 stig.
- Frakkland 3 stig.
- Svíþjóð 7 stig.
- Sviss 5 stig
- Holland 10 stig
Eurosivison var á nokkuð hefðbundum slóðum í ár, búningaskipti, vindvélar og urrandi kynþokki í formi klæðaleysis söngvara og bakradda. Glimmer og gleði. Þó með undantekningum eins og dansandi dónamerki Þjóðverja sem þótti nokkuð sérkennilegt. Vægast sagt.
Ekki fór mikið fyrir pólitískum boðskap þetta árið, löndin virðist hafa setið á strák sínum í kjölfar Covid og talið öruggara að feta hinn nokkuð örugga Júróslóða í formi hæfilegrar blöndu popps og ballaða með einstaka rokkskotnu innskoti.
Hvort heimveran í faraldrinum hefur haft áhrif á keppendur er illmögulegt að segja að en óvenjumörg lönd fluttu sitt framlag á eigin tungumáli.
Oft hafa veðbankar verið einhuga um vinnigshafa en svo var ekki í ár og voru fimm til sex lönd talin sigurstrangleg. Þar á meðal Ísland.
Daði og Gagnamagnið fóru hreinlega á kostum þótt Covid fjárinn hafi bitið keppendur með þeim afleiðingum að spila þurfti upptöku af æfingu í stað þess að fólkið okkar fengi að njóta þess að heilla heiminn í eigin persónu á stóra sviðinu.
Það breytti þó engu og stemningin var geggjuð þegar 200 milljón manns fylgdust með okkar fólki, salurinn klappaði sem óður væri og Twitter hreinlega setti miðilinn á hliðina á hrifningu.
- Best!
- Amazing
- Super cute
- Wonderfully geeky
- Makes me want to dance
- Iceland all the way
- Winner!
Svon hjómuðu brotabrot af þeim innleggjum sem hrundu inn á meðan á flutningi Daða og félaga stóð. Íslendingar eru stoltir og glaðir!
Til hamingju Daði og Gagnamagnið!