Fáum kom á óvart þegar baráttukonan og þingmaðurinn Rósa Brynjólfsdóttir gekk úr þingflokki VG. Rósa var frá upphafi andvíg samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og neitaði ásamt Andrési Inga Jónssyni að skrifa undir málefnasamning flokkanna. Andrés er utan flokka rétt eins og Rósa segist nú ætla að gera.
Það hefur þó kvisast út að Samfylkingin daðri við Rósu af ákafa. Þangað liggja sterk tengsl því eiginmaður hennar, Kristján Guy Burgess, var framkvæmdastjóri Samfylkingar. Þá þykir stefna Samfylkingar vera trúverðugri en VG og liggja nær þeim hugsjónum sem Rósa berst fyrir. Hermt er að yfirgnæfandi líkur séu á því að hún gangi formlega til liðs við Samfylkinguna þegar hæfilegur umþóttunartími er liðinn frá skilnaðinum við VG …