Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Dæmdur í fimm leikja bann fyrir kynþáttafordóma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmir leikmann Skallagríms í fimm leikja bann fyrir rasísk ummæli.

Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir rasísk ummæli í viðureign Skallagríms og Berserkja á föstudag í síðustu viku. Auk þess er Atla ekki heimilt að mæta á heimavöll Skallagríms á meðan banninu stendur. Þá var knattspyrnudeild Skallagríms dæmd til að greiða 100 þúsund króna sekt vegna málsins.

Eins og fram kefur komið í fjölmiðlum er Atli Steinar sagður hafa kallað ókvæðisorðum að Gunnari Jökli Johns, leikmanni Berserkja, vegna hörundslitar. Er hann meðal annars sagður hafa uppnefnt Gunnar apakött og sagt honum að drullast heim til Namibíu. Ummælin fóru framhjá dómurum leiksins en greinargerð með vitnisburði aðila frá bæði Berserkjum og Skallagrími um atvikið var þó skilað til KSÍ.

Þegar málið kom upp sendi Skallagrímur frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Knattspyrnudeild félagsins muni ekki líða að leikmenn viðhafi ummæli sem fela í sér kynþáttafordóma. Félagið muni grípa til viðeigandi ráðstafana í samráði við KSÍ. Atli Steinar sendi sömuleiðis frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á ummælunum. Tók hann þó fram að þau hafi ekki átt að vera rasísk að neinu leyti þó þau væru túlkuð á þann veg m.a. af fjölmiðlum.

Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ kemst nefndi að þeirri niðurstöðu að óyggjandi sé að alvarlegt agabrot hafi átt sér stað af hálfu leikmanns Skallagríms í leik félagsins gegn Berserkjum í 4. deild karla þann 10. júlí 2020. Ummælum leikmannsins hefur ekki verið mótmælt af aðilum málsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -