Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi: „Biður fyrir og vonar að hann verði ærlegur þjóðfélagsþegn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 2012 var hálfíslenskur drengur dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir að hafa orðið 16 ára pilti að bana. Verknaðinn framdi hann í slagtogi með fjórum eldri unglingspiltum. DV fjallaði um málið fyrst miðla hér á landi, en Auður Ösp, blaðamaður tók viðtal við föður drengsins sem birtist í DV árið 2019. Í þessum lið, baksýnisspegli er unnið út frá heimildum úr málum sem áttu sér stað í fortíðinni. Í þessu erfiða máli skal tekið fram að allar heimildir eru unnar út frá opinberum heimildum. DV fjallaði um málið fyrst og vekur Mannlíf athygli á því út frá þeim heimildum og öðrum heimildum sem hafa komið upp um málið.

Fékk aðeins að heyra í honum einu sinni á átta árum

Drengurinn var einungis 12 ára gamall þegar hann hlaut lífstíðardóm í Bretlandi fyrir að stinga unglingspilt í hjartað. Áður en hann framdi verknaðinn, árið 2007, hafði hann ánetjast kannabisefnum og var kominn í slæman félagsskap.

Í febrúar árið 2016 ræddi Auður Ösp, blaðamaður hjá DV fyrst við föður drengsins. Á þeim tíma hafði drengurinn setið í fangelsi í tæp átta ár og hafði faðir hans aðeins einu sinni fengið að heyra í honum í síma.

Í heimildum um málið kemur fram að faðir drengsins eigi tvo syni með konu sem hann kynntist þegar hann bjó í Bretlandi. Upp úr sambandinu hafi slitnaði og fluttist hann aftur til Íslands. Eldri sonurinn kom reglulega í heimsókn til föður síns en sambandið við yngri son sinn var mun stopulla.

.

Í viðtalinu við Auði Ösp segir faðir drengsins að níðst hafi verið á syni hans fyrir að vera svokallað „half caste,“ af blönduðum kynþætti.

„Það var rosalega mikil klíkumyndun í kringum hann. Hann passaði ekki neins staðar inn,“ sagði hann í viðtalinu við DV.

- Auglýsing -

Á sér þá ósk heitasta að geta búið hjá föður sínum

Faðir drengsins segir í viðtali við DV árið 2019 að á þeim tíma sem hann hafi setið inni hafi hann snúið við blaðinu og náð undraverðum árangri. Faðir hans telur það hafa gert gæfumuninn að sonur hans hafi verið fluttur í opið úrræði árið 2018, en þar hafi hann loksins fengið tækifæri til betrunar. Faðir drengsins segir að hann eigi sér þá ósk heitasta að geta búið hjá föður sínum á Íslandi í framtíðinni og bindur faðir hans vonir við að þeir feðgar muni sameinast á ný.

Í samtali við Vísi nokkrum árum áður, árið 2011 ræddi faðir drengsins um afplánunina í lífstíðarfangelsinu á Englandi. Hann tjáði blaðamanni að það væri engin lausn að vista unga glæpamenn með fullorðnum afbrotamönnum. Hann telur ólíklegt að ungir einstaklingar verði að ærlegum þjóðfélagsþegnum eftir slíka dvöl.

Faðir hans hafði sagt við son sinn nokkrum árum fyrir brotið að hann væri ekki í góðum málum. Hann hefði átt í deilum í skólanum og verið kominn í fíkniefni. Þegar ég kvaddi hann, þá kvaddi ég hann með orðunum að hann skyldi fara að taka sig á, annars biði eftir honum útsýni í gegnum rimlana.

- Auglýsing -

Og sú varð raunin, árið 2008 var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir verknaðinn, einungis 12 ára gamall, með möguleika á reynslulausn eftir 16 ár. Í fyrstu var hann vistaður í unglingafangelsi, en fjórtán ára var hann fluttur yfir í fangelsi rétt hjá Ipswich sem hýsir fullorðna afbrotamenn.

„Það er hroðaleg tilhugsun. Maður náttúrulega biður fyrir því og vonar að hann verði ærlegur þjóðfélagsþegn, en ef þú ert búin að vera frá 12-13 ára til 28 ára aldurs í fangelsi út af einhverju sem þú framdir þegar þú varst á þessum aldri… líkurnar eru ekki hans megin.“

Breskir fjölmiðlar fjölluðu ítarlega um morðið á Kodjo Yenga á sínum tíma. Ljósmynd/Skjáskot af vef BBC.

Málið vakti mikila athygli í Bretalandi og fjölluðu breskir fjölmiðlar þónokkuð um málið á sínum tíma. Í frétt The guardian kom fram að verknaðurinn hefði verið innvígsluathöfn í götuklíku.Málið vakti upp umræður um vaxandi gengjamenningu í Lundúnum, hækkandi glæpatíðni og neikvæð áhrif þess á unga fólkið. Á þeim tíma sem Kodjo Yenga var drepinn höfðu 26 ungmenni verið drepin af gengjum í London á árinu 2007.

Faðir drengsins segist hafa fengið taugaáfall þegar hann sá fréttirnar af málinu. Þar sem honum reyndist erfitt að nálgast upplýsingar um framgang málsins og líðan sonar síns þá þurfti hann einkum að reiða sig á upplýsingar frá breskum fjölmiðlum sem fjölluðu ítarlega um málið.

 

Heimildir:

Auður Ösp. 24. febrúar 2019. Sonur … afplánar lífstíðardóm í Bretlandi. DV.

David Pallister. 10. maí 2008. Teenage gang members jailed for killing A-level student. The guardian.

Innlent. 14. september 2011. „Börn ekki eiga heima í fangelsum.“ Vísir.

Tobba Marinósdóttir. 13. Desember 2020. 14 ára sonur … fékk lífstíðardóm -„Tölfræðin er á móti honum. En ég hef fulla trú.“ DV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -