Það var í mörgu að snúast hjá lögreglunni í nótt. Alls fjórum sinnum var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kölluð út vegna líkamsárása í nótt og voru þrjár þeirra framdar í miðbæ Reykjavíkur – ein í Laugardal og segir í dagbók lögreglu.
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu; grunaðir um að keyra undir áhrifum eiturlyfja.
Svo rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi stöðvaði almennur borgari mann sem var að reyna að brjótast inn í bíl. Almenni borgarinn gerði sér lítið fyrir og hélt manninum þar til lögregla kom á vettvang skömmu síðar.
Skömmu eftir miðnætti var ökumaður stoppaður á Seltjarnarnesi; með tvö börn í bílnum og án öryggisbúnaðar fyrir þau. Annað barnið átti að vera í barnabílstól – en var ekki og hitt barnið var ekki í öryggisbelti; Ökumaður var kærður og tilkynning um málið send barnavernd.
Þá varð rafhlaupaslys um miðnætti í miðbæ Reykjavíkur í nótt; ölvaður einstaklingur féll af rafknúna hjólinu og slasaðist lítillega.