Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Almennur borgari stöðvaði þjóf – Borgaraleg handtaka – Hélt þjófnum þangað til lögreglan kom

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var í mörgu að snúast hjá lögreglunni í nótt. Alls fjór­um sinn­um var lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu kölluð út vegna lík­ams­árása í nótt og voru þrjár þeirra framd­ar í miðbæ Reykja­vík­ur – ein í Laug­ar­dal og segir í dag­bók lög­reglu.

Nokkr­ir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu;  grunaðir um að keyra und­ir áhrif­um eiturlyfja.

Svo rétt fyr­ir klukk­an átta í gær­kvöldi stöðvaði al­menn­ur borg­ari mann sem var að reyna að brjót­ast inn í bíl. Almenni borgarinn gerði sér lítið fyrir og hélt mann­in­um þar til lög­regla kom á vett­vang skömmu síðar.

Skömmu eft­ir miðnætti var ökumaður stoppaður á Seltjarn­ar­nesi; með tvö börn í bíln­um og án ör­ygg­is­búnaðar fyrir þau. Annað barnið átti að vera í barna­bíl­stól – en var ekki og hitt barnið var ekki í ör­ygg­is­belti; Ökumaður­ var kærður og til­kynn­ing um málið send barna­vernd.

Þá varð raf­hlaupa­slys um miðnætti í miðbæ Reykjavíkur í nótt; ölvaður ein­stak­ling­ur féll af rafknúna hjólinu og slasaðist lít­il­lega.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -