Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Dagný greindist með æxli á stærð við golfkúlu: ,,Ég grét stanslaust öll jólin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar Dagný Ósk Vestmann, móðir 8 ára telpu, fann fyrir hnút í brjóstinu, aðeins þrítug að aldrei, leitaði hún til læknis sem áleit hana móðursjúka og hafnaði alfarið möguleikanum á brjóstakrabba. Þett væri bara hormónatengt og ekkert til að hafa áhyggjur af.

En Dagný vissi innst inni betur og eftir ítrekaðar rannsóknir og heimsóknir til fleiri lækna. Og  í desember 2017 fannst kúla í brjóstinu, kúla á stærð við golfkúlu

Dagný greinist með þriðja stigs, illkynja, hormónajákvætt krabbamein sem hafði dreift sér í eitla. Það kallaði á tafarlausar aðgerðir og lyfjameðferðir og það rétt fyrir jól. Dagný vildi leyfa dóttur sinna að eiga gleðileg og eðlileg jól án allrar vitneskju um vondu golfkúlunu í brjósti mömmu, þrátt fyrir að það hafi tekið gríðarlega á að halda andlitinu.

,,Ég grét stanslaust öll jólin, lá bara í fósturstellingunni og grét. Ég reyndi samt eins og ég gat að fela það fyrir henni. Þetta var ógeðslegasti tími lífs míns.“

Ófrjósemi líkleg

Þegar Dagnýju var greint frá því hvers kyns krabbamein væri um að ræða þá var henni sagt að miklar líkur yrðu á ófrjósemi í kjölfar lyfjagjafarinnar. Henni var sagt að hún yrði strax að gera ráðstafinir til að geta eignast fleiri börn enda eru dæmi um að lyfjagjafir við krabbameini eyðileggi eggjastokkana.

- Auglýsing -

,,Ég fór strax að jarða sjálfa mig í huganum um leið og læknirinn sagði mér að ég væri með krabbamein. Ég var komin með lagalistann fyrir jarðarförina og búin að setja krossinn á leiðið og allt saman,“

Dagný er í einlægu helgarviðtali Mannlífs og viðtalið í heild sinni má finna hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -