Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

Dagur biður lesendur að afsaka orðbragðið: „Pistill Vigdísar er algjört rugl!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir málflutning Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa vera algjört rugl, eins og henni sé reyndar fullljóst sjálfri. Honum finnst varla vert að verja tíma sínum í elta Vigdísi uppi en mikilvægt sé að halda hinu sanna til haga.

„Pistill Vigdísar er (fyrirgefið orðbragðið) algjört rugl – einosg henni er reyndar ljóst,“ segir Dagur í samtali við Mannlíf. Þarna á Dagur við fullyrðingar Vigdísar um að loksins sé kominn verðmiði á Óðinstorg. Torgið sem stendur beint fyrir utan heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra kostaði 657 milljónir króna. Vígdís kallar málið spillingu af verstu gerð.

Dagur segist illa skilja hvers vegna Vigdísi sé svo í mun að eigna sér heiðurinn að glæsilegu Óðinstorgi. „Borgin og borgarbúar geta að mínu mati verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs. Tek eftir því að Vigdís Hauksdóttir og Útvarp Saga hafa viljað eignað mér heiðurinn af því. Hann verð ég að afþakka,“ segir Dagur.

„Ég er að hafa orð á þessu því ég á sæti í borgarstjórn með Vigdísi Hauksdóttur.“

Borgarstjórinn bendir á að tillagan að endurgerðu Óðinstogi hafi orðið til við síðustu aldamót og því megi þakka Evu Maríu Jónsdóttur, þáverandi sjónvarpskonu. Það hafi svo verið í tíð Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, þáverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem tillögurnar voru samþykktar 2008 eftir samkeppni um tillögur. Frá þessu greinir Dagur í færslu sinni á Facebook þar sem hann taggar þær stöllur.

„Verðlaunatillagan varð síðan frábær – og framkvæmdin ekki síður – og ótal mörgum að þakka, en ekki mér. Ég hef gætt þess að víkja alltaf af fundum þegar fjallað er um nágrenni heimili míns – einsog ég tel að borgarfulltrúum beri að gera, bæði þegar ég hef verið í meiri- og minnihluta. Ég er að hafa orð á þessu því ég á sæti í borgarstjórn með Vigdísi Hauksdóttur. Hún lagði fram fyrirspurn um kostnað við Óðinstorg. Vigdís óskaði eftir tölum um kostnað, ekki aðeins við torgið, heldur líka við framkvæmdir við fjölda gatna allt um kring, þar sem lagnir og veitur eru gríðargamlar og komnar á tíma. Samkvæmt svari fjármálasviðs og umhverfissviðs borgarinnar eru taldar saman tölur vegna framkvæmda við torgið og einnig endurgerð Skólavörðustígs, Óðinsgötu, Spítalastígs, Týsgötu, Lokastígs, Freyjutorgs, Freyjugötu, Bjargarstígs og Óðinsgötu við Freyjutorg,“ segir Dagur og bætir við:

„Borgarráð fékk svarið í morgun. Óðinstorg sjálft kostnaði rúmar 60 milljónir. Vigdís lagði hins vegar saman kostnað við torgið og allar göturnar og fullyrti svo í bókun og nú á facebook að torgið hefði kostað hálfan milljarð. Kannski ætti ég ekki að verja tíma mínum í að eltast við Vigdísi en finnst samt rétt að halda hinu sanna til haga. Um leið og ég vil hrósa og þakka öllum sem komu að þessu vel heppnaða verkefni.“

Eva María svarar færslu borgarstjórarans. „Mikið óskaplega er skemmtilegt að sjá þetta svona 20 árum síðar. Ég þarf að gera mér ferð að skoða þetta með eigin augum. En fyrir 20 árum síðan var bílastæðafagurfræðin alls ráðandi á þessu torgi og hinum torgunum sem voru einnig nefnd í tillögu minni: Freyjutorg og Baldurstorg. Er eitthvað gott í gangi þar líka? Til hamingju með að torgin séu nú fyrir mannfólk,“ segir Eva María.

- Auglýsing -
Eva María Jónsdóttir. Mynd / Skjáskot RÚV.

Þorbjörg Helga svaraði líka í umræðunni við færslu Dags. „Frábært verkefni. Til hamingju með þetta. p.s. mig langar að sjá fleiri plöntur,“ segir Þorbjörg.

Og það eru fleiri sem hafa svarað færslu Dags. Það gerði Vigdís sjálf í eigin færslu á Facebook. Þar sakar hún borgarstjórann um lygar og segir fjöldan hafa verið blekktan þegar kemur að umræddri framkvæmd. „Borgarstjóri segir ósatt og það ekki í fyrsta sinn. Hér er dylgjað út í eitt að venju,“ sagði Vigdís meðal annars.

Borgin og borgarbúar geta að mínu mati verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs. Tek eftir því að Vigdís Hauksdóttir og…

Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, December 10, 2020

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -