Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Dagur svarar fyrir orlofsmálið – „Það var gert eins fyrir allt starfsfólk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Á þessum árum tók ég alltaf eitthvað sumarfrí – en náði sjaldnast að fullnýta það og því safnaðist hluti þess upp,“ segir Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri í svari til Mannlífs. Fram hefur komið að Dagur fær 9,7 milljónir króna greiddar vegna orlofs við starfslok sem borgarstjóri. Þar er um að ræða samkvæmt upplýsingum borgarritara, uppsafnað sumarfrí að hluta í 10 ára borgarstjóratíð hans. Hildur Björnsdóttir, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þessar greiðslur og telur að fara þurfi ofan í þessi mál.

Sjá nánar: Dagur borgarstjóri safnaði sumarfríi í 10 ár – Fær næstum milljón krónur fyrir hvert ár

Hildur Björnsdóttir

Dagur segir að þarna séu ekki á ferð nýjar upplýsingar. Þetta hafi komið fram í vor.

„Þá hélt Hildur Björnsdóttir því fram að ég væri á tvöföldum launum á biðlaunatímanum – sem var vitanlega ekki rétt. Í raun sparaði borgin sér laun formanns borgarráðs þann tíma. Þá kom fram að líkt og varðandi aðra starfsmenn var uppsafnað orlof gert upp við starfslok. Það er gert eins fyrir allt starfsfólk,“ segir Dagur í svari sínu til Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -