Dagur B. Eggertsson borgarstjóri viðurkennir að hafa tárast í vinnunni í dag. Ástæðan er sú að hann fékk senda mynd frá framkvæmdadeild borgarinnar af smáhýsum fyrir heimilislaust fólk.
Dagur birti viðurkenningu sína á Twitter. „Tárast ekki oft í vinnunni – en ég komst við þegar framkvæmdadeildin sendi mér þessa mynd í morgun. Búið er að koma smáhýsum – sem ætluð eru heimilislausu fólki – fyrir í Gufunesi. Þetta húsnæði hefur verið uppnefnt „gámahúsnæði“ sem er rangnefni. Þetta fyllir mig stolti!,“ segir Dagur.
Um er að ræða fimm smá smáhús í Gufunesi sem ætluð eru heimilislausu fólki. Vonir standa til að fyrstu íbúarnir geti flutt þangað innan tíðar. Dagur og félagar hjá borginni reikna með 25 slíkum húsum hér og þar í höfuðborginni.
Tárast ekki oft í vinnunni – en ég komst við þegar framkvæmdadeildin sendi mér þessa mynd í morgun. Búið er að koma smáhýsum – sem ætluð eru heimilislausu fólki – fyrir í Gufunesi. Þetta húsnæði hefur verið uppnefnt „gámahúsnæði“ sem er rangnefni. Þetta fyllir mig stolti! pic.twitter.com/weX74AnLQg
— [email protected] (@Dagurb) December 3, 2020