Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Dagurinn í gær „nokkuð stærri“ en venjulega í ÁTVR

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigrún Ósk Sig­urðardótt­ir, aðstoðarfor­stjóri ÁTVR, segir gærdaginn hafa verið „nokkuð stærri“ en vanalega hvað varðar sölu í Vínbúðunum.

„Sala áfengis í gær var 45.938 lítrar,” segir Sigrún í samtali við Mannlíf þegar hún er spurð út í hvort fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir BSRB hafi haft einhver áhrif á söluna. Hún bætir við að á þriðjudögum það sem af er ári hafi að meðaltali selst 31.703 lítrar af áfengi.

„Þannig að dagurinn í gær var nokkuð stærri en búast má við á hefðbundnum þriðjudegi.”

Stór hluti starfs­manna ÁTVR eru í BSRB en félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríki, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum stefna á að hefja verkfallsaðgerðir mánudaginn 9. mars. Því gæti komið til lokunar Vínbúðanna mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars.

Einnig hafa verið boðaðar lokanir þriðjudaginn 17. mars og miðvikudaginn 18. mars, ef ekki hefur náðst að semja fyrir þann tíma. Sömuleiðis dagana 24. og 26 mars, 31. mars, 1. apríl og 15.-25. apríl.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -