Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Beðið með skipan dómsmálaráðherra fram yfir þinglok

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrverandi dómsmálaráðherra Sigríði Andersen er mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra samkvæmt því sem fram kemur í Fréttablaðinu í morgun.

Sex vikur eru liðnar frá því að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var skipuð dómsmálaráðherra í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi. Dómstóllinn taldi skipan Arnfríðar Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt „svívirðilegt brot á gildandi lögum“ hér á landi. Strax við skipan Þórdísar í stól dómsmálaráðherra var gefið út að um tímabundna lausn væri að ræða. Þrátt fyrir það bólar enn ekkert á nýjum ráðherra. Töfina segir Fréttablaðið viljandi og til að halda þingflokki Sjálfstæðisflokksins samstarfsfúsum.

Nýr dómsmálaráðherra verður því líklega ekki skipaður fyrr en eftir þinglok. Þetta segir Fréttablaðið að öllum líkindum til að halda ró í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og til að auka samstarfsvilja þingmanna „enda þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu líklegri til að vera samstarfsfúsir á meðan embættinu er óráðstafað.“

Sjá einnig: Mannéttindadómstól Evrópu dæmir ríkið fyrir brot á mannréttindum Bjarna Ármannssonar

Mynd/Aldís Páls

Sigríður Andersen hefur ekki tekið sæti í þingnefnd frá því að Landsdómsmálið og niðurstaða Mannréttindadómstólsins varð til þess að hún hrökklaðist úr embætti. Hún er sögð sækjast fast að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra. Heimildir Fréttablaðsins herma að valið standi helst milli Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Birgis Ármannssonar í embætti dómsmálaráðherra.

Sjá einnig: „Það var reynt að vega að mér um leið og ég kom inn í ráðuneytið“

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar, sem kom út fyrir páska, kemur fram að aldrei hafi verið fjallað um þann möguleika að íslenska ríkinu yrði dæmt áfelli í Landsréttarmálinu. Dómurinn hefur víðtæk áhrif á réttaröryggi hér á landi en ekki var mótuð áætlun né mörkuð stefna um hvernig bregðast skyldi við niðurstöðu ráðherra í óhag.

- Auglýsing -

Samkvæmt svörum sem Stundin fékk frá skrifstofu yfirstjórnar forsætisráðuneytisins var talið „erfitt ef ekki útilokað að skipuleggja fyrir fram með einhverri vissu hvaða viðbrögð teldust viðhlítandi til skemmri og lengri tíma“. Dagana eftir niðurstöðu dómstólsins ríkti upplausnarástand í réttarkerfinu. Landsréttur lagði niður störf, engar aðgerðir voru boðaðar til að tryggja réttaröryggi íslenskra borgara og alger óvissa ríkti um hvernig brugðist yrði við af hálfu dómstóla og stjórnvalda.

Uppfært: Fyrirsögn hefur verið breytt frá því að fréttin birtist fyrst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -