Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Daníel þrítugur borinn til grafar í dag: „Elsku sonur okkar, við söknum þín svo sárt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Daníel Eiríksson, sem lést eftir að ekið var á hann var í byrjun mánaðarins, verður jarðsunginn í dag. Hann var aðeins þrítugur er hann lést, 3. apríl síðastliðinn.

Daníel fæddist í Reykjavík 19. október árið 1990. Hann var sonur hjónanna Kristínar Kui Rim frá Suður-Kóreu og Eiríks Sigurbjörnssonar, stofnanda Sjónvarpsstöðvarinnar OMEGA. Daníel á eina alsystur, Guðnýju Sigríði, og tvo hálfræður, þá Sverri Einar og Jóhannes Ásgeir.

Blessuð sé minning Daníels.

Daníel dó í byrjun mánaðarins. Rúmenskur karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti hans. Samkvæmt verjanda mannsins þá segist maðurinn hafa ekið á Daníel fyrir slysni.

Í hlýrri minningargrein í Morgunblaðinu farar foreldrar Daníels um hann fallegum orðum. „Elsku sonur okkar Daníel, við söknum þín sárt. Þú varst okkar vinur. Þú varst okkur svo nátengdur. Síðustu mánuði lífs þíns gekk allt svo vel. Það voru svo bjartir tímar framundan. Það er svo erfitt að trúa því, elsku Daníel minn, að þú sért farinn frá okkur, en við vitum hvar þú ert. Við söknum þín mikið. Sjáumst aftur,“ segja Eiríkur og Kristín.

Guðný minnist einnig bróður síns í minningagrein. „Elsku bróðir besti. Það er svo erfitt að reyna að sætta sig við það, að þú sért farinn frá okkur. Þú skilur eftir þig mikla sorg og tómarúm sem verður erfitt að fylla upp í. Það jafnaðist ekkert á við brosið þitt, traustið þitt, jákvæðnina þína og kraftinn þinn. Vá hvað ég gæfi mikið til að fá þig til baka elsku Daníel minn,“ segir Guðný og heldur áfram:

„Svo skrítið að hugsa til þess að þú komir aldrei aftur í heimsókn til okkar. Þú elskaðir að fá þér einn kaffibolla og horfa á sjónvarpið með krökkunum. Við elskuðum svo mikið að fá þig til okkar. Ó hvað við söknum þín. Ég mun varðveita fallegu minningarnar okkar elsku engill. Ég veit að þú vakir yfir okkur. Elska þig að eilífu.“

- Auglýsing -
Systkinin á góðri stundu.

Jóhannes minnist einnig Daníels litla bróður síns. „Elsku Danni, ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að eiga þig sem litla bróður. Ég er þakklátur fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Þú varst sannur vinur og alltaf tilbúinn til að hjálpa. Enda varstu klettur í lífi margra. Þú varst með hjartað á réttum stað. Þú hafðir skemmtilegan húmor og það var stutt í hláturinn og fallega brosið hjá þér. Enda varstu alltaf bjartsýnn og staðráðinn í að halda áfram í rétta átt, jafnvel þótt stundum fengirðu vindinn fullhressilega í fangið í lífsins ólgusjó. En núna ertu farinn og siglir ei meir. Við sjáumst seinna elsku Danni minn,“ segir Jóhannes.

Útför Daníels fer fram frá Fossvogskirkju í dag klukkan 13. Streymt verður frá útförinni og hér má finna hlekkinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -