Sunnudagur 19. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Daníel Ágúst: „Maður endist ekki lengur en um það bil tvær klukkustundir í einu”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Daníel Ágúst hefur að undanförnu haft í nægu að snúast fyrir Storytel en hann segist hafa gaman af því að lesa inn hljóðbækur, sérstaklega góðar spennusögur sem halda honum við efnið. Hann segir lesturinn þó ekki henta öllum og erfitt geti verið að halda einbeitingu lengi í einu.

„Maður endist ekki lengur en um það bil tvær klukkustundir í einu,” segir Daníel Ágúst í viðtal við RÚV sem segir jafnframt að það hafi tekið sig um það bil tíu daga að klára að lesa Dansarann inn.

Storytel streymisveita hljóð- og rafbóka hefur tekið upp á því að gefa út titillag nýrrar spennusögu. Það er nokkuð þekkt að ný lög komi út í tengslum við kvikmyndir en sjaldgæft að lög séu sérstaklega samin og gefin samhliða bókaútgáfu.

Lagið er gefið út í tengslum við samnefnda skáldsögu eftir Óskar Guðmundsson. Auk Daníels Ágústs eru það Doktor Viktor og Bomarz sem semja lagið. Daníel Ágúst segir að samstarfið hafi byrjað í COVID-19 faraldrinum.

Núna er Óskar að gefa út nýja sögu og var Daníel Ágúst fenginn til að lesa söguna fyrir Storytel. „Í kjölfarið fékk hann og fólkið hjá Storytel hugmynd að því að búa til titillag bókarinnar. Eins brjálæðislegt og það hljómar,” segir Daníel Ágúst sem segir textann við lagið vera innblásinn af söguþræðinum.

„Það skall á heimsfaraldur og ég gat ekki lengur unnið vinnuna mína, þessa hefðbundnu vinnu. Varð að leita annarra leiða til að nota röddina eitthvað. Storytel tóku mér opnum örmum og ég var svo heppinn að þau vildu fá mig til að lesa sögur. Fyrsta sagan sem ég las fyrir Storytel er eftir Óskar Guðmundsson og heitir Boðorðin,” segir Daníel Ágúst.

- Auglýsing -

Það var rithöfundurinn sjálfur sem lagði grunn að laginu með litlu píanóstefi sem hann fór með til frænda síns, sem er einmitt tónlistarmaðurinn Doktor Viktor. Hann hafi svo unnið lagið áfram ásamt Bomarz. „Þeir unnu úr þessu grunn sem ég síðan spann ofan á,” segir Daníel Ágúst.

Ólíkt mörgu öðru tónlistarfólki eru jólin ekki sérstaklega annasamur tími fyrir Daníel Ágúst en hann segist lítið taka þátt í jólatónleikahaldi. „Ég er nú ekki mikill jólasveinn, nema mér finnst gaman að halda jól heima hjá mér,” segir hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -