Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Daníel lá á sjúkrahúsi í 12 vikur með 3. stigs bruna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Daníel Örn Sigurðsson er leigubílstjóri og spilatöframaður. Hann var ungur greindur með ADHD og einkenndust næstu ár og í raun áratugir af stjórnleysi: Hann var rekinn úr skóla í 8. bekk, sendur á heimili úti á landi fyrir vandræðafólk og hann fór út í neyslu 15 ára og braust inn á neyslutímabilinu. Daníel talar líka um slysið þegar hann brenndist illa þegar hann féll ofan í hver, veikindi sem og dauðann og sorgina en einn hálfbróðir hans var einnig í neyslu og framdi síðar sjálfsmorð. Þá lést móðir hans í fyrra. Áföllin hafa haft áhrif á andlegu heilsuna.

Daníel sagði sögu sína í helgarviðtali Mannlífs.

Árið er 1999 og Daníel er 16 ára. „Þetta var aðeins meira en unglingavinna. Þetta var fyrir vandræðabörn og var ég til dæmis að mála grindverk. Við fórum nokkur sem unnum saman einn daginn í ágúst í Reykjadal þar sem ég sá hver og stoppaði tvo metra frá honum. Svo sá ég hvernig lappirnar á mér byrjuðu að búa til fótspor ofan í jörðina og áður en ég vissi af var ég kominn hálfur ofan í jörðina í 200 gráðu heitan leirhverinn.

Félagar mínir reyndu að koma mér til hjálpar en það brotnaði alltaf undan þeim þannig að þeir komust ekki að mér.“ Það tókst þó að lokum að draga Daníel upp úr hvernum og var hann kældur með vatni og síðan þurfti hann að ganga í um kortér að bílnum. Það var stoppað á leiðinni og handklæði bleytt.

„Þegar einn úr hópnum ætlaði að taka handklæðið af öðrum fætinum á mér þá gat hann það ekki af því að það var svo heitt. Leirinn var ennþá sjóðandi heitur og festist á fætinum eins og olía.“

Daníel lá á sjúkrahúsi í 12 vikur.

3. stigs bruni.

„Lappirnar voru svo illa farnar að það þurfti að taka húð af hægra lærinu til þess að setja á vinstri löppina af því að hún var svo ónýt. Lýtalæknirinn settist hjá mér einn daginn eftir að ég var búinn að vera í einangrun; hann var voðalega líbó gæi. Hann sagði að þetta væri mesta kraftaverk sem hann hefði séð og að allt í læknisfræðinni segði að það væri ekki hægt að lifa svona af. 35% af líkama mínum brenndust og 20% af því var 3. stigs bruni.“

- Auglýsing -

Hann talar um bláa dúnúlpu sem hann var í daginn sem hann brenndist. „Það var um 20 stiga hiti og ekki ský á himni en allir aðrir voru í stuttermabol. Ef ég hefði ekki verið í þessari dúnúlpu þá væri ég ekki að tala við þig í dag af því að hún hélt mér á floti.

Mamma fór á miðilsfund í nóvember sama ár. Þá sagði miðillinn „hérna er hrokkinhærð kona eða kona með permanent og hún segir að hún sé ánægð með að úlpan hafi komið að góðum notum“. Daníel segir að um sé að ræða látna ömmu sína sem hafði gefið honum úlpuna á sínum tíma. Úlpuna bláu.

það kom bíll á um 110 kílómetra hraða og ók beint í hlið bílsins.

„Það er búið að segja mér margoft að það er einhver sem vaki yfir mér vegna þess að þetta er ekki í eina skiptið.

- Auglýsing -

Við mamma áttum alltaf Þorláksmessu saman. Skötuna. Alltaf skata á Þorláksmessu. Þetta hefur verið um 1998. Hún var að skutla einhverjum heim og ég var bara heima með stjúppabba mínum. Svo þegar hún kom heim ætlaði hann að skutla mér til afa sem bjó í sama hverfi. Við fórum út og það var kalt en enginn snjór þannig séð. Í staðinn fyrir að taka bíl mömmu, sem var heitur þar sem hún var nýkomin á honum, þá tók hann sinn bíl sem var ískaldur. Það var ekið á bílinn á leiðinni en það kom bíll á um 110 kílómetra hraða og ók beint í hlið bílsins.

Ef við hefðum farið á bílnum hennar mömmu þá væri ég ekki að tala við þig í dag af því að í hinum bílnum sem við vorum í voru stálbitar í hurðinni þar sem ég var en ekki í bíl mömmu. Allt svona raðast þannig að ég slepp alltaf með ólíkindum fyrir slysni.“

Hér er hægt að lesa meira um ótrúlegt lífsskeið Daníels:

Daníel missti bróður í sjálfsvígi eftir kalda kveðju: „Drullaðu þér út, helvítis auminginn þinn“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -