Líklegt þykir að Danmörk muni aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum ef marka má nýjustu fréttir þaðan. Mette Frederiksen forsætisráðherra mun tilkynna breytingarnar síðar í dag en henni hafa borist tillögur frá dönskum sóttvarnayfirvöldum.
Því má segja að faraldrinum í danaveldi muni mögulega ljúka í vikunni, í hið minnsta þegar kemur að takmörkunum. Þá kemur fram að þrátt fyrir háar smittölur sé fólk ekki alvarlega veikt líkt og hérlendis.
Íslensk stjórnvöld tilkynna afléttingaráætlun á föstudaginn næsta.
Samkvæmt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra liggur ekki fyrir hvers konar afléttingar verði hér á landi en voru þó bjartsýn á betri tíma framundan.