Lögregla var kölluð til vegna konu sem var ofurölvi í miðborginni. Konan sýndi af sér dólgshátt og var með uppsteyt. Hún þótti ekki vera til þess fær að vera á almannafæri. Lögreglan leysti málið og þegar rofaði til í kolli dauðadrukknu konunnar var henni ekið til síns heima þar sem hún sefur úr sér ruglið.
Búðaþjófur var á ferð og lögreglan kom að málum. Á svipuðum slóðum var lögreglan kölluð til og manni vísað út úr verslun vegna hegðunar sem ekki þótti vera boðleg.
Innbrot var framið í geymslur í fjölbýlishúsi. Óljóst er með niðurstöðu þess máls.
Hafnarfjarðarlögreglan stóð mann að því að aka undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og umsvifalaust sviptur ökuréttindum. Hann verður á næstunni háður öðrum með það að komast á milli staða.
Árekstur varð á milli tveggja bifreiða. Í ljós kom að annar ökumannanna er án ökuréttinda. Ekki urðu slys á fólki. Sá réttindalausi færi himinháa sekt.
Annar ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og að hafa orðið valdur að umferðaróhappi.
Mosfellsbæjarlögreglan gómaði ökumann sem talið er að hafi verið drukkinn. Hann fær refsingu í samræmi við stærð brotsins.