Nóttin var átakalítil hjá lögreglunni og smærri afbrot og umferðaróhöpp lituðu störf hennar. Aðeins einn gisti fangageymslur í nótt.
Kallað var eftir aðstoð lögreglu í Hörpu vegna einstaklinga sem voru óvelkomnir.
Umferðaróhapp varð í miðborginni þar sem tveir bílar skullu saman. Engin slys urðu á fólki en bifreiðar nokkuð laskaðar.
Tilkynnt var um þjófnað úr verslun. Tveir einstaklingar eru grunaðir í málinu. Þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Nokkru síðar var enn á ferð búðarþjófur sem staðinn var að verki.
Draga þurfti tvö ökutæki af vettvangi í austurborginni með dráttarbifreið. Ekki vitað hvort einhver var slasaður eftir óhappið.
Búðarþjófur var handtekinn við iðju sína. Hann reyndist vera óviðræðuhæfur vegna ölvunar og nauðsynlegt að vista hann í fangaklefa. Hann mun svara til saka með nýjum degi.
Tilkynnt var um slys þar sem einstaklingur hafði skollið í jörðina vegna hálku. Hann var fluttur á Bráðamóttöku til skoðunar.Annar vará ferð í annarlegu ástandi sem var svo alvarlegt að hann var fluttur á Bráðamóttöku til skoðunar.
Ökumaður bifreiðar sem lenti undir smásjá lögreglu er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist hann hafa verið sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu brota.