Umfangsmikil björgunaraðgerð stendur nú yfir í Kerlingafjöllum vegna tveggja manna sem festust í helli eftir grjóthrun.
Björgunarhópar frá Suðurlandi eru komnir á staðinn. Dauðaleit stendur yfir á svæðinu og er unnið að því að staðsetja mennina. Auk mannafla hafa verið send tæki til rústabjörgunar á svæðið til að bjarga mönnunum. Á annað hundrað björgunarmenn voru komnir á vettvang í morgun. Staðan er metin sem svo að mikill háski sé á ferðum.
Haft var eftir Jóni Þór Víglundssyni, talsmanns Landsbjarnar, í nótt að menn væru enn að átta sig á stöðunni en hjálparbeðnin kom í gegnum netspjall sem rofnaði.
Útkallið barst klukkan 22:30 í gærkvöld. Mennirnir hafa því verið innilokaðir í níu klukkustundir.
Björguunarsveitarmenn hafa í nótt þrætt hella á svæðinu. Aðstæður til leitar eru erfiðar vegna lélegs skyggnbis á svæðinu.
Allt bendr til þess að björgunarsveitirnar hafi verið gabbaðar og enginn háski hafi verið á ferðum Leitað er að þeim sem stunduðu þann ljóta leik.