Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Dauðaslys nemanda var mesta högg Tómasar í lífinu: „Ég vissi ekki hvað hefði komið fyrir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Nemandi Tómasar J. Knútssonar, forsvarsmanns umhverfissamtakanna Bláa hersins, dó í höndunum á honum. Hann segir að banaslysið sé mesta högg sem hann hafi orðið fyrir í lífinu.
Blái herinn eru umhverfisverndarsamtök sem leggja áherslu á baráttuna við plastmengun í hafinu. Tómas tileinkar allt sitt umhverfisstarf nemendanum sem lést í köfunarskóla Tómasar árið 1998. Tómas reyndi allt sem hann gat til að endurlífga hann en það tókst ekki. „Þetta var nánast rothögg. Ég vissi ekki hvað hefði komið fyrir,“ rifjar Tómas upp í útvarpsþættinum Sunnudagssögur á Rás 2.

Andlát nemandans var ekki eina áfallið í lífi Tómasar. Hann var um skeið vélvirki á norskum olíuborpöllum og nokkrum dögum eftir að hann var við störf á borpallinum Alexander Kielland fórst pallurinn og 123 menn með honum. Meðal hinna látnu var einn Íslendingur og tók Tómas þátt í björgunarstarfinu á slysstað. „Ég var sjálfur á Kielland bara nokkrum dögum áður en honum hvolfdi. Það voru tveir prestar þarna sem töluðu við mann á klukkutíma fresti. Þetta var mikið högg fyrir norskan olíuiðnað og samfélag og þetta situr í mér,“ segir Tómas.

Eftir að Tómas missti nemandann í höndunum á sér lýsir hann reynslunni á þá leið að hann hafi týnt sjálfum sér í kjölfarið. Hann segist hafa farið um í hálfgerði leiðslu án þess að hafa nokkra stjórn á því hvað hann gerði. Einn daginn fannst Tómasi sem einhvers konar andi vitjaði sín og segði sér að tala við æðri mátt. Hann settist upp í bíl sinn og keyrði stefnulaust um í fyrstu. Sú för endaði í Skálholti þar sem hann bað almættið um að hjálpa sér því hann væri algjörlega týndur.

Fyrir rúmum tveimur áratugum stofnaði Tómas Bláa herinn og hefur hann hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir baráttuna fyrir umhverfinu, meðal annars riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu og verið tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -