Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Dauðaslys við Sauðahnúka – Þrír fórust í flugslysi á hálendinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrír fórust þegar lítil flugvél agf gerðinni Cessna fórst á hálendi Austurlands, við Sauðahnúka, milli Hornbrynju og Hraungarða.

Slysið varð um klukkan 17 í gær þegar vélin var á leið til Egilsstaða úr könnunarflugi. Óttast var um vélina þegar boð bárust frá neyðarsendi hennar. Farþegavél Icelandair sem var á leið til Egilsstaða kom auga á flak vélarinnar og ferðaþjónustuþyrla staðfesti svo að um væri að ræða flak Cessnunnar.

Lög­regl­an á Aust­ur­landi sendi út tilkynningu um slysið og fer með rann­sókn máls­ins ásamt rannsóknanefnd sam­göngu­slysa. Rann­sókn máls­ins sé á frum­stigi og að ekki sé hægt að veita frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu.

„Klukk­an 17.01 í dag bár­ust stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar boð úr neyðarsendi lít­ill­ar flug­vél­ar af gerðinni Cessna. Þegar var haft sam­band við flug­stjórn­ar­miðstöðina sem staðfesti að vél­in hefði verið á flugi yfir Aust­ur­landi og að um borð væru auk flug­manns tveir farþegar,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni

„Um sjöleytið í kvöld fannst vél­in brot­lent við Sauðahnúka. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar lenti á vett­vangi en flugmaður og farþegar Cessna vél­ar­inn­ar voru látn­ir þegar að var komið,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Slysstaðurinn er um 50 kílómetra frá Egilsstöðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -