Fimmtudagur 7. nóvember, 2024
5.9 C
Reykjavik

Dauðhræddir íbúar hringdu á lögreglu vegna karlmanns sem gekk berserksgang

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglu bárust tvær tilkynningar í gærkvöldi um karlmenn sem höfðu verið til vandræða í miðbæ Reykjavíkur. Sá fyrri hafði valdið eignarspjöllum og var óviðræðuhæfur sökum ástands en sá seinni hafði hótað fólki. Báðir mennirnir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa.

Í hverfi 105 hafði lögregla afskipti af manni sem hafði gengið berserksgang og hrætt vegfarendur en kemur fram í dagbók lögreglu að hann hafi ekki verið í ástandi til að vera úti meðal almennings vegna annarlegs ástands. Var hann því handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir menn voru handteknir í tengslum við líkamsárásir. Sú fyrri átti sér stað í Kópavogi en sú síðari í Breiðholti. Að sögn lögreglu var önnur líkamsárásin stórfelld. Þá stöðvaði lögregla ökumenn víða um borgina sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna en samkvæmt dagbók lögreglu var mikið um útköll í nótt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -