Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Dauði minka í Danmörku stuðar Sandgerðinga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sú ákvörðun að lóga minkum í Danmörku vegna stökkbreyttrar kórónuveiru hefur mikil áhrif á Íslandi og þá aðalllega í Sandgerði þar sem Skinnfiskur rekur fóðurverksmiðju. Fyrirtækið  hefur framleitt fóður fyrir dönsk loðdýr síðan árið 1997. Víkurfréttir segja frá þessu máli í forsíðufrétt. Sandgerðingum er brugðið vegna minkadrápsins sem leiðir af sér tekjufall  fyrir bæjarfélagið.

„Framleiðsla á minkafóðri er aðalstarfsemi Skinnfisks svo þetta hefur gífurleg áhrif á okkur,“ segir Gulla Aradóttir, sölu- og gæðastjóri hjá Skinnfiski, vegna dráps á minkum  í Danmörku. Gulla segir í samtali við Víkurfréttir að fyrirtæki hennar hafi um 2,5% markaðshlutdeild í fóðri minka í Danmörku.

Hráefni Skinnfisks  til fóðurframleiðslunnar kemur frá íslenskum fiskvinnslustöðvum en áður voru þessar aukaafurðir úr fiskvinnslunni annað hvort bræddar eða þær urðaðar.

„Við munum byggja á áratuga langri reynslu Skinnfisks til að finna hráefninu annan farveg svo ekki þurfi að urða hráefnið,“ segir Gulla.
Gulla segir að allt verði gert til að nýta hráefnið og finna því nýjan farveg. Aðalatriðið sé að ekkert eða sem allra minnst fari í urðun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -