- Auglýsing -
Ríflega 10.000 hafa nú látist af völdum kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 samkvæmt mælingum sérfræðinga við Johns Hopkins-háskólann í Bandaríkjunum.
Skólinn hefur sett upp vef sem sýnir m.a. tölfræði um smit og dauðsföll vegna kórónaveirunnar.
Þegar þetta er skrifað eru dauðsföllin komin yfir 10.000. Þau eru orðin 10.031 talsins nánar tiltekið. Flest dauðsföllin eru í Ítalíu eða 3.405.
Staðfest smit af völdum kórónaveirunnar eru 244.523 samkvæmt mælingum Johns Hopkins. Þá hafa 86.032 einstaklegar náð sér eftir veikindin.